
Sumt er betra ósagt og látið kyrrt liggja, en ekki alltaf. Stundum er bara erfitt að opna á samræðurnar. Þá er gott að eiga glasamottur fyrir hvert tilefni.
Í þessum pakka er að finna sex glasamottur og stand til að láta þær standa í. Hægt er að fletta í gegnum þær eins og gamlar hljómplötur í rekka.
Mögulegt að prenta stand í öðrum lit, hægt að skoða úrvalið á www.3dverk.is.
Laserskorið úr vatnsvörðu HDF.
Stærð: 10x10x0,8 cm.
Ert þú með hugmynd að setningu sem væri flott á glasamottu?
Hafðu samband og ef ég get notað setninguna færðu að eiga fyrsta eintakið frítt.