• Óheflað

    Óheflað

    • Store
    • Contact us
  • 698 7353
    Get directions
    Business hours
Óheflað

Óheflað

Aðeins öðruvísi gjafavara

698 7353
Óheflað
Categories

Um Óheflað

Verslun/Um Óheflað
  • Skilmálar
  • Vefkökur
  • Um Óheflað

Um Óheflað

Hönnuðurinn / Smiðurinn / Sá óheflaði
Hæ, ég heiti Sigurgeir og er þekktur fyrir að vera með óheflað málfar. Ég hanna hluti útfrá setningum sem ég er vanur að segja og frá fólki í kringum mig, vinum og vinnufélögum. Ég hef komist að því að flestir eiga skemmtilegar setningar sem eiga til að koma við skemmtilegustu aðstæður og finnst gaman að deila þeim með öðrum á þennan hátt.


Vefverslunin
„Notaðu fokking glasamottu” var sagt einn daginn og þar vaknaði hugmynd. Af hverju ekki að setja þessa setningu á glasamottu og sjá hvort hægt er að selja hönnunina? Af hverju ekki bara að leika sér almennt með óheflað málfar og setja fleiri setningar í sama flokki á glasamottur? Og af hverju þá að stoppa á glasamottum, er ekki markaður fyrir alls konar?

Svona vaknaði þessi netverslun til lífsins og fékk hún því auðvitað nafnið Óheflað.

En þessi vefverslun snýst ekki bara um dónalegar setningar. Inn á milli verða, eins og ég kalla, „venjulegar” vörur. Með tímanum á að bæta við öðruvísi línu af glasamottum, ýmsum skiltum, jólavörum og fleira. Ég horfi á þessa vefverslun bæði sem áhugamál og langtímaverkefni. Það gefur mér færi til að leika mér með verkfærin mín, læra nýjar aðferðir og búa til eitthvað frá grunni. Það skemmtilegasta er að ég get deilt þessu með öðrum sem hafa áhuga á að styrkja það.


Verkstæðið / Sérhönnun / Sérsmíði

Verkstæðið er lítið, en með öllum helstu tækjum sem þarf til að þróa og framkvæma hugmynd frá grunni. Til staðar eru 3d prentarar, laserskurðarvél, CNC tölvustýrður fræsari og helstu trésmíðavélar sem henta vel í gjafavörusmíði.

Ef þú hefur áhuga að þróa þína hugmynd þá máttu endilega hafa samband. Það þarf ekki að vera búið að þróa hugmyndina mikið lengra en smá krot á blaði svo hægt sé að ræða hana. Áður en vara er smíðuð er hún venjulega teiknuð í þrívídd, til að gera sér grein fyrir bestu hönnun og nýtingu á efni. Einnig sparar það oft talsverðan tíma þar sem vandamálin eru leyst áður en þau verða til. Næst er hægt að fara í „prototype” smíði, sem er þá oft gert með 3d prentara. Það er oftast fljótlegasta leiðin til að fá stærðir og hlutföll rétt. Þegar prufueintakið hefur verið samþykkt er síðan síðasta skrefið að smíða vöruna, hvort sem það væri gert hérlendis eða sent út til framleiðslu.








Display prices in:ISK

Hafðu samband

698 7353
oheflad@oheflad.is
www.oheflad.is
Facebook
Instagram
Share Share Pin
© Óheflað Report abuse Cookie settings
Powered by