Hægt er að velja um að sækja pöntun í Klausturgötu C, 805 Selfoss eða fá hana senda með Póstinum. Pöntun er afgreidd næsta virka dag eftir að pöntun er greidd. Ef vara er ekki til eða hún er í framleiðslu verður haft samband við kaupanda og honum tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma. Póstsending á Íslandi kostar 1.500 kr. og er greidd um leið og varan.
Ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr. er sendingarkostnaður frír.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með millifærslu eða í gegnum greiðsluþjónustu Rapyd. Ef greiðsla berst ekki innan þriggja daga áskilur seljandi sér rétt til að eyða pöntuninni.
Skilafrestur og endurgreiðslur
Vöru er hægt að fá skipt eða skila og fá endurgreidda innan 14 daga frá kaupum. Skilyrði er að varan sé óskemmd, í upprunalegum umbúðum og að kvittun fylgi með. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt/skilað. Ekki er tekið við skilavöru ef hún er send með póstkröfu.
Verð
Verð á vöru í vefverslun er birt með virðisaukaskatti og með fyrirvara um prentvillur.
Galli
Við viljum að kaupandi sé ánægður með vöruna sína en komið getur fyrir að gölluð vara fari út til kaupanda. Ef vara reynist gölluð er boðin ný vara í staðinn og greiðir seljandi þá allan sendingarkostnað vegna gallans, eða endurgreiðir vöruna ef kaupandi óskar þess.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi veitir í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
3D prentuð vara
Gæði á 3d prentuðum vörum geta verið mismunandi eftir hönnun og litum. Í sumum tilfellum er hægt að sjá laglínur sem venjulega myndu ekki sjást í fjöldaframleiddum vörum sem eru gerðar með steyptum mótum. Því miður er ákveðin takmörkun á þessari tækni en reynt er að minnka áhrif hennar sem allra mest í hönnun og framleiðslu. Ef gæðin standast ekki kröfur kaupanda getur hann haft samband og athugað með skipti eða endurgreiðslu.
Laserskorin vara
Í einhverjum tilfellum getur verið dauf brunalykt af vörum sem eru laserskornar. Venjulega tekur tvo til þrjá daga fyrir brunalykt að hverfa eftir að vara er framleidd. Einnig geta kantar ennþá verið með örlítið sót en reynt er að passa að vörur komi hreinar til kaupanda.